Tónleikaraðir

EYJAR Í NORÐRI - Tónleikar og söguþættir

Eyjar í Norðri. Að þessu sinni er áherslan lögð á eyjar í kringum landið, saga þeirra og mikilvægi í gegnum aldirnar. Eyjar voru eftirsóttar til búsetu og oft nefndar "matarkistur" til að lýsa mikilvægi þeirra til aðfanga. Þegar við landnám koma eyjar við sögu, Ísland er jú eyja sem byggist frá Noregi, Vestmannaeyja er getið frá fyrstu tíð, Færeyjar byggjast rétt á undan Íslandi, Grænland byggist frá Íslandi og svo mætti lengi telja. Leitast er við að skoða hlutverk eyja í sögunni, lífsbaráttuna þar og hvernig lífið á eyjum hefur mótað lundarfar og hugsun eyjaskeggja í gegnum tíðina. Eru eyjaskeggjar frábrugðnir þeim er byggja svokallað meginland? Margir munu ætla svo en í hverju skildi munurinn vera falinn?

Vinaminni, Akranesi
Ísland
Vinaminni, Akranesi

Fimmtudagur
10. október, 2024
Kl. 20:00

Menningarhúsið Berg
Ísland
Menningarhúsið Berg

Föstudagur
11. október, 2024
Kl. 17:30

Norræna Húsið
Ísland
Norræna Húsið

Þriðjudagur
15. október, 2024
Kl. 19:00






Faldar perlur – í orðum, tónum og gamalli jörðu.

Í þriðju tónleikaröð TonSagaNor langar okkur að rifja upp, viðhalda og líka „grafa“ eftir tónlist sem heyrist sjaldan eða æ sjaldnar, ásamt því að flytja þekktari verk. Að þessu sinni höfum við fengið fiðluleikara í lið með okkur auk þess sem píanóið fær að njóta sín eitt og sér, en einnig með söng og fiðluleik. Með því leitumst við, eins og í fyrri röðum, að bjóða áheyrendum upp á fjölbreytta efnisskrá þar sem kennir ýmissa grasa. Perlurnar leynast svo víða, margvíslegar, í tónum og texta og ekki minnst þær raunverulegu sem legið hafa í jörðu í meira en þúsund ár en koma fram í dagsljósið í ótrúlegum fjölbreytileika þegar við byrjum að huga að hvernig forfeður okkar og mæður höguðu lífi sínu fyrr á tímum þegar land byggðist á Íslandi. Við fornleifauppgröft t.d. á landnámsjörðinni Firði á Seyðisfirði, hafa fundist perlubrot og perlur sem gerðar hafa verið af ótrúlegu listfengi og hagleik. Það er ekki tilviljun að við líkjum fallegum hugverkum við perlur, við eitthvað sérstakt og frekar sjaldgæft. Hliðstæðurnar blasa við og það er okkar að varðveita, enduruppgötva og njóta. Verið öll velkomin!

Gljúfrasteinn
Ísland
Gljúfrasteinn

Sunnudagur
27. águst, 2023
Kl. 16:00

Hamrar, Ísafirði
Ísland
Hamrar, Ísafirði

Laugardagur
2. september, 2023
Kl. 16:00

Teglen Kirke og Kultursenter
Noregur
Teglen Kirke og Kultursenter

Laugardagur
18. nóvember, 2023
Kl. 15:00

Kalkmølla Kulturstasjon
Noregur
Kalkmølla Kulturstasjon

Miðvikudagur
17. apríl, 2024
Kl. 19:00






Náttúra í norðri

Eins og nafnið gefur til kynna er náttúran í norðri miðpunktur þessara tónleika. Náttúrunni er hægt að miðla á svo margan hátt, í tónum, myndum og hreyfingum og ekki síst í orðum. Við höfum í þetta sinn valið að kynna norska og íslenska tónlist með áherslu á ljóðin sem lögin eru samin við.

« Náttúra í norðri» býður þannig upp á hughrif frá einstöku tónlistar- og sönglagasafni Noregs og Íslands, ásamt myndum sem miðla stemningu tengdri náttúrunni í báðum löndum. Ekki síst viljum við veita áheyrendum innsýn í ríkan ljóðaarf Noregs og Íslands, margt mun eflaust hljóma kunnuglega meðan annað á eftir að vekja forvitni og vonandi áhuga á að kynnast meiru frá viðkomandi skáldi. Norsku ljóðin sem sungin verða, munu einnig verða lesin í íslenskri þýðingu.

Aulaen på Domkirkeodden, Hamar
Noregur
Aulaen på Domkirkeodden, Hamar

Laugardagur
6. mai, 2023
Kl. 18:00

Sande kirke, Sande i Vestfold og Telemark
Noregur
Sande kirke, Sande i Vestfold og Telemark

Sunnudagur
7. mai, 2023
Kl. 19:00

Hátíðarsalur NLFÍ, Hveragerði
Ísland
Hátíðarsalur NLFÍ, Hveragerði

Sunnudagur
27. mai, 2023
Kl.16:00

Egilsstaðakirkja
Ísland
Egilsstaðakirkja, Egilsstaðir

Mánudagur
29. mai, 2023
Kl. 20:00






Af sögu og söng, drápsmanni og dansi

TonSagaNor kynnir spennandi og óhefðbundna tónleika þar sem listamenn með ólíkan bakgrunn koma fram og deila list sinni. Fjölbreytni er ráðandi á dagsskránni og þetta eru sannarlega öðruvísi tónleikar en fólk á að venjast. Um er að ræða mjög áhugaverða nýjung í tónleikaflórunni þar sem mismunandi listgreinar leika við augu og eyru tónleikagesta.

Flutt verða mörg fegurstu sönglög Sigvalda Kaldalóns og Edvards Grieg sem segja má að séu helstu fulltrúar rómantískrar tónlistar beggja landa. Áheyrendur fá að heyra snilldarlegar þýðingar Reynis Axelssonar á ljóðum Grieg söngvana (Vinje, Ibsen og H.C, Andersen) og flutt verður söguþáttur um Þormóð Torfason (1636-1719), þann merkilega og litríka persónuleika.

Sögubrotum úr sameiginlegri sögu Íslands og Noregs fyrstu aldirnar eftir landnám verður skotið inn á milli atriða og fallegum myndum verður varpað á tjald á sviðinu sem undirstrika það sem þar fer fram. Auk þess munu verða flutt 2 stutt dansverk sérstaklega samin af þessu tilefni af Láru Stefánsdóttur fv. Listdansstjóra Íslenska dansflokksins, við tónlist eftir Guðna Franzson.

Svo er spurningin: Hver skrifaði sögu Noregs? Þú færð kannski svarið á tónleikunum....

Salurinn, Kópavogi
Ísland
Salurinn, Kópavogi

Sunnudagur
27. febrúar, 2022
Kl. 17:00

Menningarhúsið Hof, Akureyri
-Ísland
Menningarhúsið Hof, Akureyri

Sunnudagur
27. mars, 2022
Kl. 15:00

Edinborgarhúsið, Ísafirði
Ísland
Edinborgarhúsið, Ísafirði

Laugardagur
2. april, 2022
Kl. 17:00

Norkirken, Drammen
-Noregur
Norkirken, Drammen

Laugardagur
21. mai, 2022
Kl. 18:30

Sentralen, Oslo
Noregur
Sentralen, Oslo

Sunnudagur
29. mai, 2022
Kl. 17:00

Sandefjord Kirke, Sandefjord
Noregur
Sandefjord Kirke, Sandefjord

Sunnudagur
12. mars, 2022
Kl. 18:00


Fyrir hvern seldan miða verður gróðursett eitt tré

Um TonSagaNor

Við viljum sinna og miðla menningararfi þeirra landa og landsvæða sem teljast til Norðurlanda með áherslu á tengsl landanna og sameiginlega sögu. Þetta gerum við með því að nýta mismunandi listgreinar (tónlist, leik, söng, dans og bókmenntir) og láta þær mætast og skiptast á en einnig fléttast saman þar sem við á. Með fjölbreytilegum verkum er leitast við að vekja áhorfendann til umhugsunar um söguna og menninguna sem við lifum og hrærumst í, úr hvaða jarðvegi hún er sprottin og um leið að eiga ánægjulega stund.


Umsagnir tónleikagesta

Einstaklega ánægjulegt kvöld. Hugmyndin skínandi að hylla ákveðin lönd og þeirra menningu, Kolbeinn í toppformi og fjölbreytnin í samsetningunni til fyrirmyndar.

Þetta voru dásamlegir tónleikar. Takk kærlega fyrir mig. Ég fékk nokkrum sinnum tár í augun.

Tónleikarnir byggðust á tónverkum og ljóðum íslenskra og norskra höfunda, en einnig var fornum sögnum og dansi fléttað inn í flutningin. Úr þessu varð mjög áhrifarík heild. Frammistaða listamannanna var til fyrirmyndar og útkoman var að sama skapi eftirminnileg og ánægjuleg.

Frábærir og fjölbreyttir tónleikar! Hlakka til næstu!!

Takk fyrir mig, þvílík veisla! Tónlistin, söngurinn, dansarinn og sögumaðurinn, svo ég tali nú ekki um píanóleikarann!

Takk fyrir fjölbreytilegan og óvenjulegan listaviðburð!

Flytjendur

Kolbeinn Jón KetilssonKolbeinn Jón Ketilsson, tenór, lauk burtfararprófi frá Nýja Tónlistarskólanum og síðar frá Tónlistarháskóla Vínarborgar. Hann hefur sungið mörg veigamestu tenórhlutverk óperubókmenntanna, m.a. titilhlutverkin í Ævintýrum Hoffmanns, Don Carlo, Parsifal, Tristan, Rienzi, Tannhäuser og Lohengrin. Hjá Íslensku óperunni hefur hann tekið þátt í fjölmörgum sýningum í aðalhlutverkum. Kolbeinn söng hlutverk Enée í Les Troyens e. Berlioz á tónlistarhátíðinni í Salzburg við lofsamlegar viðtökur áheyrenda og gagnrýnenda. Kolbeinn hefur komið fram í óperum á öllum Norðurlöndunum, í Norður Ameríku og víðsvegar um Evrópu, m.a. í Staatsoper í München, Parísaróperunni, San Carlo í Napoli og óperuhúsunum í Genf, Valencia, Torino og Lissabon.

Kolbeinn hefur starfað með mörgum þekktustu hljómsveitarstjórum heims, m.a. Antonio Pappano, Lorin Maazel, Kurt Masur, Kent Nagano og Zubin Metha. Einnig hefur hann unnið með leikstjórum á borð við Jonathan Miller, Herbert Wernicke og Keith Warner. Kolbeinn söng Radames í Aida e. Verdi í fyrstu uppsetningu nýja óperuhússins í Kaupmannahöfn árið 2005, og tenórhlutverkið í 9. sinfóníu Beethovens á fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu undir stjórn Vladimir Ashkenazy vorið 2011. Auk þess að syngja í óperum kemur Kolbeinn einnig reglulega fram á tónleikum sem ljóðasöngvari og einsöngvari í hljómsveitarverkum.

Kolbeinn er listrænn stjórnandi TonSagaNor.

Thormod Rønning KvamThormod Rønning Kvam, píanóleikari lauk prófi frá Royal Academy of Music í London með besta mögulega vitnisburði. Af viðburðum síðustu ára má nefna tónleika í Wigmore Hall í London, á aðalsviði Norsku Óperunnar, Grünewaldsalen í Stockholm Konserthus, Hörpu í Reykjavík, MUNCH og Hardanger Musikkfest. Auk þess að vera listrænn stjórnandi Aulaseriene í Osló og í Ramme í Hvitstein (áður heimili E. Munch) er hann nú ráðinn sem gesta-kurator við menningarhúsið í Asker til ársins 2023.

Thormod hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir píanóleik sinn sem og styrki s.s. Årets musikerstipend frá Forsbergs og Aulies legat, og hinn eftirsótta Dobloug styrk.

2010 hóf Thormod bakkelárnám við Barratt Due tónlistarstofnunina í Osló undir leiðsögn Jirí Hlínka og lauk meistaragráðu og diplómu árið 2019 við Royal Academy of Music í London þar sem kennarar hans voru prof. Christopher Elton og Diana Ketler. Við brautskráningu var honum veitt hin eftirsótta DipRam viðurkenning.

Matthildur Anna GísladóttirMatthildur Anna Gísladóttir lauk bachelornámi í einleik frá Listaháskóla Íslands árið 2007 undir leiðsögn Peter Máté. Einnig lauk hún mastersnámi í meðleik við Royal Academy of Music í London með Andrew West sem aðalkennara og mastersnámi í óperuþjálfun frá Alexander Gibson Opera School í Royal Conservatoire of Scotland og hlaut þar James H. Geddes Repetiteur verðlaunin. Þar naut hún leiðsagnar Tim Dean og Oliver Rundell.

Veturinn 2014- 15 starfaði hún sem óperuþjálfi hjá RCS. Matthildur er virkur flytjandi innlendis sem erlendis. Hún hefur komið fram á fjölda tónleika og komið að óperu-uppsetningum m.a. hjá Íslensku óperunni, Óperudögum, British Youth Opera, Clonter Opera, Lyric Opera Studio í Weimar, Scottish Opera og Royal Academy Opera. Matthildur er fastráðinn meðleikari í Listaháskóla Íslands.

Helga Bryndís MagnúsdóttirHelga Bryndís Magnúsdóttir lauk námi við Tónlistarskólann í Reykjavík árið 1987 sem einleikari og kennari og var Jónas Ingimundarson aðalkennari hennar þar. Framhaldsnám stundaði hún í Vínarborg og Helsinki. Eftir að námi lauk hefur hún tekið virkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi bæði sem einleikari og í kammermúsik ýmiskonar og þá ekki hvað minnst með söngvurum.

Guðni Franzson Guðni Franzson, lauk einleikara- og tónfræðaprófi frá Tónlistar-skólanum í Reykjavík árið 1984 hélt til framhaldsnám í Hollandi, hlaut til þess danskan Léonie Sonning styrk. Guðni hefur víða komið fram sem klarínettuleikari, hljóðritað fjölda geisladiska og leikið tónlist með Rússíbönum. Guðni var einn af stofnendum CAPUT árið 1988 fyrst sem klarínettuleikari svo sem stjórnandi. Hann hefur m.a. stýrt Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Guðni vinnur sem tónsmiður mest fyrir leikhús og dans en Tóney er vettvangur fyrir tónlistarkennslu sem hann stofnaði árið 2007.

Hjörleifur ValssonHjörleifur Valsson, fiðluleikari, lauk einleikaraprófi frá tónlistarháskólanum í Ósló árið 1993, þar sem aðalkennari hans var Eivind Aadland, en hlaut þá styrk frá tékkneska ríkinu til náms við Prag konservatoríið. Þar nam hann fiðluleik og kammertónlist í þrjú ár, auk þess að leika með ýmsum kammerhópum og hljómsveitum þar í borg. Hjörleifur lauk Dipl. Mus. gráðu frá Folkwang Hochschule í Essen sumarið 2000.

Á námsárum sínum í mið-evrópu sótti hann námskeið hjá Grigorij Zhislin, Truls Mörk, Pierre Amoyal, Sergej Stadler, Pavel Gililov o.fl. Hann hefur komið fram á fjölda tónleika víða um Evrópu, starfað með tónlistarmönnum á borð við Mstislav Rostropovitsj, Shlomo Mintz, Gilles Apap o.fl., samið, útsett og leikið tónlist fyrir leikhús og margoft tekið þátt í upptökum fyrir útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og hljómplötuútgáfur. Hjörleifur hefur verið mjög virkur í íslensku tónlistarlífi um margra ára skeið, en er nú búsettur og starfandi í Noregi.

Arnar JónssonArnar Jónsson útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1964. Hann hefur leikið fjölmörg burðarhlutverk við Þjóðleikhúsið og víðar. Meðal verkefna hans hér eru Útsending, Horft frá brúnni, Dagleiðin langa, Lér konungur, Pétur Gautur, Ríta gengur mennta-veginn, Sjálfstætt fólk, Veislan og Jón Gabríel Borkmann.

Arnar hefur leikið í mörgum kvikmyndum, meðal annars í Útlaganum, Atómstöðinni, Á hjara veraldar, Maríu og Dansinum. Hann hefur einnig farið með fjölmörg hlutverk í útvarpi og sjónvarpi.

Arnar hlaut Grímuverðlaunin fyrir túlkun sína á Lé konungi. Hann hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín að leiklist árið 1971.

Bergsveinn BirgissonBergsveinn Birgisson (f. 1971) er rithöfundur og fræðimaður með doktorsgráðu í norrænum dróttkvæðum. Hann hefur gefið úr skáldsögur eins og Svar við bréfi helgu (2010) og Lifandilífslækur (2018), sem báðar voru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, en einnig skapað nýjar víddir innan skáldsögunnar með verkum eins og Handbók um hugarfar kúa (2009) og Kolbeinsey (2021). Þá hefur hann í anda húmanisma skrifað sagnfræðibækur um mikilvægar persónur sögunnar sem „opinbera sagnfræðin“ hefur valið að gleyma s.s. Leitin að svarta víkingnum (2013) og Þormóður Torfason (2022).

Pétur Eggerz Pétur Eggerz nam leiklist í Lundúnum. Hann hefur tekið þátt í leiksýningum hjá Leikfélagi Akureyrar, Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og víðar. Honum hefur einnig brugðið reglulega fyrir í kvikmyndum og sjónvarpi.

Pétur var einn stofnenda Möguleikhússins árið 1990 og starfaði þar í nær þrjá áratugi sem leikari, leikstjóri og höfundur. Þá hefur hann ásamt Guðna Franzsyni séð um heimsóknir íslensku jólasveinana í Þjóðminjasafnið allt frá árinu 1995.

Stefán Bogi SveinssonStefán Bogi Sveinsson er fæddur og uppalinn Héraðsbúi sem sneri aftur á heimaslóðirnar árið 2008 að loknu háskólanámi í Reykjavík. Hann er nú búsettur á Egilsstöðum ásamt eiginkonu og þremur dætrum og gegnir starfi forstöðumanns Héraðsskjalasafns Austfirðinga.

Stefán Bogi hefur í gegnum árin sinnt bæði leiklist og ljóðlist. Fyrstu ljóð hans komu út í ljóðasafninu Raddir að austan árið 1999 en fyrsta ljóðabók hans, Brennur, kom út árið 2014. Árið 2018 gaf hann út ljóðabókina Ópus, en henni fylgdi einnig hljómdiskur með flutningi hans á ljóðunum.

Unnur Astrid Wilhelmsen Unnur Astrid Wilhelmsen, sópran, er með Mag.Art-gráðu í óperusöng frá Universität für Musik und darstellende Kunst í Vínarborg. Hún á langan feril að baki sem óperu- og tónleikasöngkona og hefur aðallega komið fram á Ítalíu og í Þýskalandi en einnig víðar um Evrópu sem og í Kanada, Indlandi og Nepal. Hún kemur reglulega fram sem kynnir og ljóðaflytjandi á viðburðum TonSagaNor.

Lára StefánsdóttirLára Stefánsdóttir dansaði með Íslenska dansflokknum frá 1980 - 2004. Þar dansaði Lára fjölmörg burðarhlutverk með flokknum, jafnt klassískan sem nútimadans, og vann með fjölmörgum erlendum sem íslenskum danshöfundum. Lára lauk meistarnámi í kóreógrafíu við Middlesex University, London, vorið 2006. Hún var skólastjóri Listdansskóla Íslands 2009 - 2012 og listrænn stjórnandi Íslenska Dansflokksins 2012 - 2014.

Pars Pro Toto hefur verið í umsjá Láru síðan 1996. Hún hefur verið afkastamiklil danshöfundur og samið fjölda dansverka hérlendis og erlendis og séð um dans/sviðshreyfingar í fjölmörgum uppsetningum við helstu listastofnanir landsins. Lára vann með leikhópnum Perlunni árin 2000 – 2004 en í hópnum eru fjölfatlaðir einstaklingar. Hún vann einnig tónlistarmyndband með hljómsveitinni Sigurós þar sem Perlan fer á kostum.

Af dansverkum Láru má nefna Langbrók (1999), Elsa (2000), Jói (2001) Von og Áróra Borealis (2005) G.duo (2007) Systur (2008) Bræður (2010) Hvítir skuggar (2011) og Vorblótið (2013) sem sýnt var á Listahátíð. Tilbrigði (2013) Móðir og sonur ( 2015). Sumarið 2016 leikstýrði Lára og kóreógraferaði óperu í Færeyjum, Ljós í Ljóði, eftir Rói Patursson rithöfund og Kristian Blak tónskáld. Árið 2021 var dansverkið Hanna Felicia frumsýnt í Gautaborg en það var sérstaklega samið fyrir sænska danshópinn Spinn í Gautaborg. Verk Láru hafa verð sýnd víða í Evrópu, N-Ameríku, S-Afríku, Asíu og á Norðurlöndunum.

Hún hefur unnið til fleiri viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín m.a. fyrstu verðlaun í Danshöfundasamkeppni Íd fyrir verkið Minha Maria Bonita, 2001 hlaut verk hennar, Elsa, fyrstu verðlaun í alþjóðlegri keppni í Finnlandi og 2002 hlaut dansverkið Jói einnig fyrstu verðlaun í sóló dansleikhúskeppni í Stuttgart í Þýskalandi. Dansverkið Lúna, hlaut tvenn Grímuverðlaun 2004. Fleiri verk Láru hafa fengið tilnefningar til Grímunnar.

Marinó Máni MabazzaMarinó Máni Mabazza útskrifaðist úr framhaldsdeild Listdansskóla Íslands vorið 2021. Þrátt fyrir ungan aldur býr hann að margra ára dansreynslu þar sem hann hefur sérhæft sig í nútímadansi. Marinó Máni hóf snemma dansferil sinn með þátttöku í söngleiknum Billy Elliot er varði frá árinu 2014 til 2016. Þá tók hann þátt í söngleiknum We Will Rock You og í Áramótaskaupinu 2021.

Marinó keppti fyrir hönd Íslands í nútímadansi árið 2019 í Dance World Cup þar sem hann hlaut 4. sæti. Ásamt dansinum hefur hann æft fimleika og ýmsar aðrar íþróttagreinar frá æsku og stundar nú nám í íþróttafræðum í Háskólanum í Reykjavík.

Marinó er einnig þjálfari hjá hreyfigetu stöðinni Primal Iceland og hjá taekwondo félaginu Mudo Gym.

Ragnhildur von WeisshappelRagnhildur von Weisshappel lauk meistaragráðu í myndlist frá Listaháskólanum í Reykjavík árið 2020. Hún hefur haldið einkasýningar ásamt að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima sem og í Póllandi og Litháuen. Fyrir þennan viðburd hefur Ragnhildur skapað 2 videóverk þar sem hún fjallar um ólikar stemningar tengdum náttúrunni og frumkrafti hennar. Hún býr og starfar í Svarfaðardal.

Dagbjört Ósk JóhannsdóttirDagbjört Ósk Jóhannsdóttir, sopran, er født og oppvokst på Isafjørdur på Island. Der begynnte hun som 4-åring på musikkskolen og 2021 holdt hun sin avsluttningskonsert fra skolen. Dagbjört Ósk gikk ett år på musicalskole i Danmark og deretter fikk hun en rolle i We Will Rock You-musicalen på Drotning Dorothea teateret i Kolding, hvor hun vakte stor begeistring. Hun studerer nå sang videre på Söngskólinn í Reykjavík (Sangskolen i Reykjavik), parallellt med andre studier på Háskóli Íslands (Islands Universitet).

Ragnheiður Traustadóttir Knut Paasche

Í tónleikaröðinni „Faldar perlur – í orðum, tónum og gamalli jörðu“ fá fornleifafræðingarnir Ragnheiður Traustadóttir og Knut Paasche, sérstakar þakkir fyrir framlag sitt í myndefni og máli er varðar uppgröft og minjar sem fundist hafa á landnámsbænum Firði á Seyðisfirði.

Tónskáld söngvanna

Sigvaldi Kaldalóns Sigvaldi Kaldalóns fæddist í Reykjavík 13. janúar 1881, sonur Stefáns Egilssonar múrara og Sesselju Sigvaldadóttur ljósmóður Reykjavíkur um árabil. Sigvaldi lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1902, embættisprófi í læknisfræði frá Læknaskólanum í Reykjavík 1908 og stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Þar kynntist Sigvaldi danskri og annarri evrópskri tónlist og þar kynntist hann eiginkonu sinni, Karen Margrethe Mengel Thomsen hjúkrunarkonu.

Sigvaldi varð héraðslæknir í Nauteyrarhéraði 1910, sem náði yfir innri hluta Ísafjarðardjúps. Hann bjó í Ármúla, örskammt sunnan við hið ægifagra Kaldalón þar sem skriðjökull úr Drangajökli skríður niður í lónið. Svo hugfanginn varð hann af þessu svæði að hann tók síðar upp ættarnafnið Kaldalóns. Sigvaldi veiktist alvarlega af taugaveiki 1917 og náði sér aldrei að fullu. Hann dvaldist á Vífilsstöðum og á heilsuhæli í Kaupmannahöfn, var síðan héraðslæknir í Flateyjarhéraði 1926-29 og í Keflavíkurhéraði með aðsetur í Grindavík 1929-41. Hann var læknir í Grindavík til 1945 en flutti þá til Reykjavíkur. Sigvaldi var sannkallað söngvatónskáld og er eitt vinsælasta tónskáld þjóðarinnar, fyrr og síðar. Hann lærði nótur og fékk aðra tónlistartilsögn hjá dómorganistanum Jónasi Helgasyni og Brynjólfi Þorlákssyni og varð fyrir áhrifum af vini sínum Sigfúsi Einarssyni tónskáldi. Bróðir Sigvalda var Eggert söngvari. Sigvaldi lést 28. júlí 1946.

Edvard GriegEdvard Hagerup Grieg (fæddur 15. júní 1843 í Bergen - látinn 4. september 1907 í Bergen) var norskt tónskáld og píanóleikari á rómantíska tímabilinu. Meðal þekktustu verka hans er tónlistin við leikritið Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen og píanókonsert í a-moll.Grieg var fæddur í Bergen og átti tónelska fjölskyldu, fyrsti píanókennari hans var til að mynda móðir hans. Þegar hann var fimmtán ára hitti hann norska fiðluleikarann Ole Bull. Sá hvatti foreldra hans til að senda hann í áframhaldandi tónlistarnám í Konservatoríinu í Leipzig. Þangað fór hann og stundaði einkum píanónám. Árið 1863 fluttist hann til Kaupmannahafnar. Þar kynntist hann ýmsum tónskáldum, meðal annars hinum norska Rikard Nordraak (sem samdi norska þjóðsönginn) sem varð góður vinur Griegs og veitti honum mikinn innblástur. Nordraak lést skömmu síðar og samdi Grieg jarðarfararmars honum til heiðurs.

Árið 1868 skrifaði Franz Liszt norska menntamálaráðuneytinu og hvatti það til þess að veita honum ferðastyrk svo þeir gætu hist. Það gerðu þeir í Róm tveimur árum síðar og sýndi Grieg Liszt fyrstu fiðlusónötu sína sem Liszt var mjög hrifinn af. Þegar þeir hittust næst nokkrum mánuðum síðar skoðaði Liszt píanókonsert Griegs og spilaði hann beint af blaði. Þá fékk Grieg líka nokkur ráð varðandi útsetninguna fyrir hljómsveit. Þegar Grieg lést árið 1907 eftir langvarandi veikindi var ösku hans og konu hans komið fyrir í grafhýsi í fjalli rétt hjá húsi þeirra, Troldhaugen. Tónlist Griegs var mjög innblásin af norskum þjóðlögum og var, í anda rómantíkunnar, almennt mjög þjóðleg.

Tryggvi M. BaldvinssonTryggvi M. Baldvinsson (1965) er tónskáld, hljómsveitarstjóri og starfar einnig sem listrænn ráðgjafi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Verkalisti Tryggva telur vel á annað hundrað tónverk af ýmsum toga fyrir fjölbreyttar hljóðfærasamansetningar, allt frá stuttum einleiksverkum upp í stór sinfónísk verk fyrir hljómsveit, kór og einsöngvara. Tónverk Tryggva hefur verið flutt víða um heim og hefur hann hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín.