Kolbeinn Jón Ketilsson lauk burtfararprófi frá Nýja Tónlistarskólanum og síðar frá Tónlistarháskóla Vínarborgar. Hann hefur sungið mörg veigamestu tenórhlutverk óperubókmenntanna, m.a. titilhlutverkin í Ævintýrum Hoffmanns, Don Carlo, Parsifal, Tristan, Rienzi, Tannhäuser og Lohengrin. Hjá Íslensku óperunni hefur hann tekið þátt í fjölmörgum sýningum í aðalhlutverkum. Kolbeinn söng hlutverk Enée í Les Troyens e. Berlioz á tónlistarhátíðinni í Salzburg við lofsamlegar viðtökur áheyrenda og gagnrýnenda. Kolbeinn hefur komið fram í óperum á öllum Norðurlöndunum, í Norður Ameríku og víðsvegar um Evrópu, m.a. í Staatsoper í München, Parísaróperunni, San Carlo í Napoli og óperuhúsunum í Genf, Valencia, Torino og Lissabon.
Kolbeinn hefur starfað með mörgum þekktustu hljómsveitarstjórum heims, m.a. Antonio Pappano, Lorin Maazel, Kurt Masur, Kent Nagano og Zubin Metha. Einnig hefur hann unnið með leikstjórum á borð við Jonathan Miller, Herbert Wernicke og Keith Warner. Kolbeinn söng Radames í Aida e. Verdi í fyrstu uppsetningu nýja óperuhússins í Kaupmannahöfn árið 2005, og tenórhlutverkið í 9. sinfóníu Beethovens á fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu undir stjórn Vladimir Ashkenazy vorið 2011. Auk þess að syngja í óperum kemur Kolbeinn einnig reglulega fram á tónleikum sem ljóðasöngvari og einsöngvari í hljómsveitarverkum.
Thormod Rønning Kvam, píanóleikari lauk prófi frá Royal Academy of Music í London með besta mögulega vitnisburði. Af viðburðum síðustu ára má nefna tónleika í Wigmore Hall í London, á aðalsviði Norsku Óperunnar, Grünewaldsalen í Stockholm Konserthus, Hörpu í Reykjavík, MUNCH og Hardanger Musikkfest. Auk þess að vera listrænn stjórnandi Aulaseriene í Osló og í Ramme í Hvitstein (áður heimili E. Munch) er hann nú ráðinn sem gesta-kurator við menningarhúsið í Asker til ársins 2023.
Thormod hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir píanóleik sinn sem og styrki s.s. Årets musikerstipend frá Forsbergs og Aulies legat, og hinn eftirsótta Dobloug styrk.
2010 hóf Thormod bakkelárnám við Barratt Due tónlistarstofnunina í Osló undir leiðsögn Jirí Hlínka og lauk meistaragráðu og diplómu árið 2019 við Royal Academy of Music í London þar sem kennarar hans voru prof. Christopher Elton og Diana Ketler. Við brautskráningu var honum veitt hin eftirsótta DipRam viðurkenning.
Matthildur Anna Gísladóttir lauk bachelornámi í einleik frá Listaháskóla Íslands árið 2007 undir leiðsögn Peter Máté. Einnig lauk hún mastersnámi í meðleik við Royal Academy of Music í London með Andrew West sem aðalkennara og mastersnámi í óperuþjálfun frá Alexander Gibson Opera School í Royal Conservatoire of Scotland og hlaut þar James H. Geddes Repetiteur verðlaunin. Þar naut hún leiðsagnar Tim Dean og Oliver Rundell.
Veturinn 2014- 15 starfaði hún sem óperuþjálfi hjá RCS. Matthildur er virkur flytjandi innlendis sem erlendis. Hún hefur komið fram á fjölda tónleika og komið að óperu-uppsetningum m.a. hjá Íslensku óperunni, Óperudögum, British Youth Opera, Clonter Opera, Lyric Opera Studio í Weimar, Scottish Opera og Royal Academy Opera. Matthildur er fastráðinn meðleikari í Listaháskóla Íslands.
Pétur Eggerz
nam leiklist í Lundúnum. Hann hefur tekið þátt í leiksýningum hjá Leikfélagi Akureyrar, Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og víðar. Honum hefur einnig brugðið reglulega fyrir í kvikmyndum og sjónvarpi.
Pétur var einn stofnenda Möguleikhússins árið 1990 og starfaði þar í nær þrjá áratugi sem leikari, leikstjóri og höfundur. Þá hefur hann ásamt Guðna Franzsyni séð um heimsóknir íslensku jólasveinana í Þjóðminjasafnið allt frá árinu 1995.
Marinó Máni Mabazza útskrifaðist úr framhaldsdeild Listdansskóla Íslands våre 2021. Þrátt fyrir ungan aldur býr hann að margra ára dansreynslu þar sem hann hefur sérhæft sig í nútímadansi. Marinó Máni hóf snemma dansferil sinn með þátttöku í söngleiknum Billy Elliot er varði frá árinu 2014 til 2016. Þá tók hann þátt í söngleiknum We Will Rock You og í Áramótaskaupinu 2021.
Marinó keppti fyrir hönd Íslands í nútímadansi árið 2019 í Dance World Cup þar sem hann hlaut 4. sæti. Ásamt dansinum hefur hann æft fimleika og ýmsar aðrar íþróttagreinar frá æsku og stundar nú nám í íþróttafræðum í Háskólanum í Reykjavík.
Marinó er einnig þjálfari hjá hreyfigetu stöðinni Primal Iceland og hjá taekwondo félaginu Mudo Gym.
Lára Stefánsdóttir dansaði með Íslenska dansflokknum frá 1980 - 2004. Þar dansaði Lára fjölmörg burðarhlutverk með flokknum, jafnt klassískan sem nútimadans, og vann með fjölmörgum erlendum sem íslenskum danshöfundum. Lára lauk meistarnámi í kóreógrafíu við Middlesex University, London, vorið 2006. Hún var skólastjóri Listdansskóla Íslands 2009 - 2012 og listrænn stjórnandi Íslenska Dansflokksins 2012 - 2014.
Pars Pro Toto hefur verið í umsjá Láru síðan 1996. Hún hefur verið afkastamiklil danshöfundur og samið fjölda dansverka hérlendis og erlendis og séð um dans/sviðshreyfingar í fjölmörgum uppsetningum við helstu listastofnanir landsins. Lára vann með leikhópnum Perlunni árin 2000 – 2004 en í hópnum eru fjölfatlaðir einstaklingar. Hún vann einnig tónlistarmyndband með hljómsveitinni Sigurós þar sem Perlan fer á kostum.
Af dansverkum Láru má nefna Langbrók (1999), Elsa (2000), Jói (2001) Von og Áróra Borealis (2005) G.duo (2007) Systur (2008) Bræður (2010) Hvítir skuggar (2011) og Vorblótið (2013) sem sýnt var á Listahátíð. Tilbrigði (2013) Móðir og sonur ( 2015). Sumarið 2016 leikstýrði Lára og kóreógraferaði óperu í Færeyjum, Ljós í Ljóði, eftir Rói Patursson rithöfund og Kristian Blak tónskáld. Árið 2021 var dansverkið Hanna Felicia frumsýnt í Gautaborg en það var sérstaklega samið fyrir sænska danshópinn Spinn í Gautaborg. Verk Láru hafa verð sýnd víða í Evrópu, N-Ameríku, S-Afríku, Asíu og á Norðurlöndunum.
Hún hefur unnið til fleiri viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín m.a. fyrstu verðlaun í Danshöfundasamkeppni Íd fyrir verkið Minha Maria Bonita, 2001 hlaut verk hennar, Elsa, fyrstu verðlaun í alþjóðlegri keppni í Finnlandi og 2002 hlaut dansverkið Jói einnig fyrstu verðlaun í sóló dansleikhúskeppni í Stuttgart í Þýskalandi. Dansverkið Lúna, hlaut tvenn Grímuverðlaun 2004. Fleiri verk Láru hafa fengið tilnefningar til Grímunnar.
Guðni Franzson lauk einleikara- og tónfræðaprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1984 en hélt síðan til framhaldsnám í Hollandi og hlaut til þess m.a. hinn dönska Léonie Sonnings styrk. Guðni hefur víða komið fram sem klarínettuleikari, hljóðritað fjölda geisladiska með nýrrir og klassískri tónlist jafnframt því að leika þjóðlega tónlist með Rússíbönum.
Guðni var einn af stofnendum CAPUT árið 1988 fyrst sem klarínettuleikari en síðar sem stjórnandi. Hann hefur m.a. stýrt Sinfóníuhljómsveit Íslands, Evrópskum kammerhópum auk Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Guðni vinnur sem tónsmiður mest fyrir leikhús og dans en Tóney er skapandi vettvangur fyrir tónlistarkennslu sem hann stofnaði árið 2007 og starfrækir með hópi valinkunnra listamanna.